mobile navigation trigger mobile search trigger
18.06.2020

Viðbygging við Leikskólann Lyngholt tekin formlega í notkun

Í dag var ný viðbygging við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði tekin formlega í notkun. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri, sem klipptu á borða fyrir framan Lyngholt og tóku þar með bygginguna formlega í notkun.

Viðbygging við Leikskólann Lyngholt tekin formlega í notkun
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar klippa á borða. Börn af Lyngholti útbjuggu borðan sjálf.

Athöfnin var smá í sniðum, vegna sóttvarna sem eru í gildi á Lyngholti. Gert er ráð fyrir því að í október verði íbúum boðið í heimsókn í Lyngholt þar sem þessum áfanga verður fagnað.

Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid voru viðstödd athöfnina í dag, og auk þeirra voru bæjarstjóri, fulltrúar úr bæjarstjórn Fjarðabyggðar, fræðslustjóri, bæjarritari viðstödd. Að sjálfsögðu voru börn og starfsmenn á Leikskólanum Lyngholti viðstödd og tóku virkan þátt í athöfninni.

Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar ávarpaði viðstadda, ásamt Lísu Lottu Björnsdóttur, leikskólastjóra og Guðna Th. Jóhannessyni. Börn af elstu deild Lyngholts fluttu lög við athöfnina, tóku á móti forsetahjónunum og aðstoðuðu Guðna og Karl Óttar við að klippa á borðann.

Að athöfn lokinni fengu forsetahjónin, ásamt öðrum gestum, að ganga um Lyngholt og spjalla við börn og starfsmenn. Var mikil gleði með þessa heimsókn, mikið sungið og gleðin var við völd.

Fleiri myndir:
Viðbygging við Leikskólann Lyngholt tekin formlega í notkun
Lísa Lotta Björnsdóttir hélt stutta ræðu og fór yfir sögu Lyngholts í stuttu máli.
Viðbygging við Leikskólann Lyngholt tekin formlega í notkun
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar.
Viðbygging við Leikskólann Lyngholt tekin formlega í notkun