mobile navigation trigger mobile search trigger
03.05.2020

Opnun bókasafna Fjarðabyggðar

Bókasöfn í Fjarðabyggð verða opnuð aftur á morgun, mánudaginn 4. maí, eftir að hluta af samkomubanni hefur verið aflétt. Afgreiðslutími almenningsbókasafnanna verða með hefðbundnum hætti nema á bókasöfnunum á Reyðarfirði og í Neskaupstað, þar sem opnunartími verður með breyttu sniði tímabundið.

Opnun bókasafna Fjarðabyggðar
  • Á bókasafninu á Reyðarfirði verður opið frá kl 15:00 til 17:00 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og frá kl. 15:00 til 19:00 á fimmtudögum.
  • Á bókasafninu í Neskaupstað verður opið frá kl. 15:00 til 19:00 á mánudögum og frá kl. 15:00 til 17:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Athugið að um er að ræða tímabundna breytingu.

Ef viðskiptarvinir eru í þeirri aðstöðu að þeir komist ekki á safnið, þá er hægt að hafa samband við söfnin símleiðis eða í tölvupósti og fá lánaðar bækur eftir óhefðbundnum leiðum eftir samkomulagi við forstöðumann. 

Gestir safnanna eru beðnir um að virða þær reglur sem settar hafa verið varðandi samkomubannið og að þeir fylgi fyrirmælum.

  • Allir skulu spritta sig við komu á safnið.
  • Allir virði tveggja metra regluna.
  • Lágmörkum dvöl hvers einstaklings á safninu.
  • Leitumst við að dreifa álaginu.
  • Gestir takmarki snertingar á bókum og innastokksmunum.
  • Mælst er til þess að viðskiptavinir komi einir á safnið, ekki í hópum.
  • Skilabækur eru sótthreinsaðar og fara ekki strax í útlán. Miðað er við að bækur verði í sóttkví í 2 til 3 daga áður en þær fari í útlán aftur.

Skiladagur á bókum sem eru í útláni er 14. maí næstkomandi. Minnum á facebook síðu bókasafnanna, þar sem ýmsan fróðleik er að finna.

Ef breytingar verða á fyrirkomulaginu verður það auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Þökkum tillitssemina.

Safnastofnun Fjarðabyggðar