mobile navigation trigger mobile search trigger
05.11.2019

Ormalyfsgjöf katta og hunda

Hin árlega ormahreinsun fyrir gæludýr fór fram í október sl. og var hún auglýst í Dagskránni, á vef Fjarðabyggðar og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Í hreinsunina mætti helmingur þeirra dýra sem skráð eru hér í sveitarfélaginu.

Ormalyfsgjöf katta og hunda

Skylda er að fara með hunda í ormahreinsun og afar brýnt að gera slíkt hið sama með ketti.

Í boð verður aukaormahreinsunardagur í þjónustumiðstöð Reyðarfjarðar miðvikudaginn 13.nóvember nk. kl. 17:00 – 20:00. Þeir sem ekki geta nýtt sér þann tíma er boðið að mæta á dýralæknastofu Daníels Haraldssonar dýralæknis á Egilsstöðum eða hafa samband við Hákon Hansson dýralækni á Breiðdalsvík varðandi ormalyfsgjöf, fyrir 20. nóvember nk.

Þau úrræði sem í boði eru að lokinni árlegri ormahreinsun:

  1. Ormahreinsun í þjónustumiðstöð Reyðarfjarðar 13. nóvember nk., kl. 17:00 – 20:00.
  2. Fá ormalyf hjá dýralækni, Daníel Haraldssyni eða Hákoni Hanssyni, fyrir 20.nóvember nk.