mobile navigation trigger mobile search trigger
18.02.2019

Samningur við RARIK um yfirtöku á götulýsingakerfi

Fjarðabyggð og RARIK undirrituðu á dögunum samning þess efnis að Fjarðabyggð yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samnings.

Samningur við RARIK um yfirtöku á götulýsingakerfi
Frá undirritun samnings við RARIK. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri og Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Rarik ohf.

Samningurinn tók gildi þann 1. febrúar 2019. Frá þeirri dagsetningu eiga allar ábendingar varðandi götulýsingarkerfið að beinast til framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar í síma 470 9000, eftir lokun skiptiborðs fæst sambandi við bakvakt samkvæmt símsvara.

Skv. raforkulögum nr. 65/2003 fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreififyrirtækja eins og RARIK og er ekki inn í tekjuheimild þeirra.  Það hefur því bara verið tímaspursmál hvenær sveitarfélagið yfirtæki þessa starfsemi. Fjarðabyggð er vel í stakk búið til að taka við þessu verkefni og með því opnast tækifæri t.a.m. í nútímavæðingu með orkusparandi lýsingu.