mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2020

Slæm veðurspá á morgun 14. febrúar - Skólar verða opnir

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri um allt land á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og  miklum vindi. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Þeir foreldrar sem senda börnin í skóla eru beðnir að fylgja þeim til og frá skóla. Þeir foreldrar sem ákveða að börnin verði heima eru beðnir að láta viðkomandi skóla vita.

Slæm veðurspá á morgun 14. febrúar - Skólar verða opnir

The Icelandic Meteorological Office expects very bad weather across the country tomorrow, Heavy snow and high winds are expected. However, there is no reason to cancel schooling because of this, and all schools in Fjarðabyggð will be open. Parents are asked to evaluate whether they send their children to school or not. Parents who send their children to school are asked to accompany them to and from school. Parents who decide to have their children at home are asked to inform the school about it.