mobile navigation trigger mobile search trigger
30.10.2020

Hertar sóttvarnarráðstafanir: Áhrif á skólastarf - Starfsdagur í grunnskólum Fjarðabyggðar mánudaginn 2. nóvember

Ljóst er að þær auknu sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag munu hafa áhrif á skólastarf, sérstaklega í grunnskólum. Unnið er að útgáfu reglugerðar varðandi skólastarf og munu tilkynningar varðandi breytingar á því verða gefnar út um leið og reglugerðin liggur fyrir.

  • Vegna þessa hefur verið ákveðið  að starfsdagur verði í öllum grunnskólum Fjarðabyggðar mánudaginn 2. nóvember, til að gefa skólunum tækifæri til að skipuleggja starfsemi sína
  • Mánudaginn 2. nóvember mun þjónusta leikskóla og tónlistarskóla verða óbreyt

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar og í tölvupósti um helgina varðandi aðra tilhögun skólastarfs.