mobile navigation trigger mobile search trigger
30.07.2020

Starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar frá og með 31. júlí 2020 vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við COVID-19

Sundlaugar verða opnar með takmörkunum en líkamsræktarstöðvum verður lokað tímabundið og leikskólar herða sóttvarnir.

Nánar...

Starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar frá og með 31. júlí 2020 vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við COVID-19

Sundlaugar

Sundlaugarnar í Fjarðabyggð verða opnar með þeim takmörkunum að 50 gestum í einu verður heimilt að vera í einu á sundlaugarsvæðinu í Stefánslaug og Sundlaug Eskifjarðar, en 20 gestum í  sundlauginni í Breiðdal og Sundlaug Stöðvarfjarðar. Athugið að Sundlaug Fáskrúðsfjarðar er lokuð allan ágústmánuð. Við biðjum gesti sundlauganna um að virða 2ja metra regluna.

Líkamsræktarstöðvar

Líkamsræktarstöðvunum í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Breiðdal, verður lokað frá hádegi 31.júlí, þar sem ekki er hægt að tryggja sótthreinsun milli notenda.

Leikskólar

Leikskólar Fjarðabyggðar munu herða sóttvarnir enn frekar og því er beint til foreldra leikskólbarna að skila börnunum af sér á lóð skóla, í samræmi við leiðbeiningar frá leikskólastjórum.


Beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en með þessum aðgerðum er verið að sýna ábyrgð og samstöðu á óvissutímum.

https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann