mobile navigation trigger mobile search trigger
30.03.2021

Stöður sumarstarfsmanna við Leikskólana í Fjarðabyggð

Leikskólarnir Lyngholt, Kæribær, Eyrarvelli og leikskóladeildirnar við Breiðdal- og Stöðvarfjarðarskóla  auglýsa eftir sumarstarfsmönnum. Um er að ræða fjölbreytt störf sem henta vel þeim sem hafa gaman af því að vinna með börnum og hafa frumkvæði og faglegan metnað.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Uppeldismenntun er æskileg
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

Starfslýsing - Sumarstarfsmaður á leikskóla.pdf

Ef ekki fást einstaklingar með viðkomandi uppeldismenntun, kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.

Nánari upplýsingar má finna á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella á nafn viðkomandi leikskóla hér að neðan:

Umsóknir og umsóknarfrestur       

Stöðurnar eru lausar frá 1. júní 2021. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.