mobile navigation trigger mobile search trigger
01.06.2021

Störf á heimilum fatlaðs fólks

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi störf:

Næturvaktir á heimili fatlaðs barns á Reyðarfirði 2-3 næturvaktir í viku, eða eftir samkomulagi við foreldra. Hlutastörf um helgar og sumarafleysingar á heimilum fatlaðs fólks á Reyðarfirði þar sem veitt er sólarhringsþjónusta.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og samviskusemi.
  • Góð kunnátta í íslensku.
  • Bílpróf æskilegt.
  • Hreint sakavottorð.
  • Eðli starfanna vegna er óskað eftir konum.

Starfslýsing - Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk II.pdf

Umsóknarfrestur er til 14. júní 2021, en æskilegt er að starfsfólki geti hafið störf sem fyrst.

Sótt er um á ráðningarvef Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður búsetuþjónustu,  Anna H. Árnadóttir – anna.h.arnadottir@fjardabyggd.is – 470-9000.