mobile navigation trigger mobile search trigger
13.05.2019

Sumarfrístund á Reyðarfirði 2019 - Skráning er hafin

Fjarðabyggð býður í fyrsta skipti upp á sumarfrístund á Reyðarfirði sumarið 2019 sem tilraunarverkefni. Frístundaheimilið (Selið í Grunnskóla Reyðarfjarðar) verður safnstaður sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnana og verða sótt í hádeginu, nema annað verði auglýst.

Sumarfrístund á Reyðarfirði 2019 - Skráning er hafin

Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum, íþróttum og fjöri. Sumarfrístundin er fyrir sem voru að ljúka 1. – 4. bekk skólaárið 2018-2019 og er opin öllum börnum óháð búsetu í Fjarðabyggð. Við ætlumst til þess að börnin komi vel nærð í sumarfrístundina en börnin þurfa að koma með hollt nesti (t.d. vatn/safa, brauð og/eða ávöxt) en nestistími verður um klukkan 10:00 alla daga.  

Sumarfrístundin verður opin frá kl. 07:45 til 12:15 frá mánudeginum 3. júní til föstudagsins 5. júlí. Samtals í 23. daga en lokað verður í sumarfrístundinni Annan í Hvítasunnu þann 9. júní og á Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní.

Verðið fyrir allar fimm vikurnar er 23.000 kr. en hægt verður að kaupa stakar vikur.

Forstöðumaður sumarfrístundar verður: Styrkár Snorrason.

Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/1GTg6fZt5LSBOfEDUhQG_ZPN7baBIXcGLL6ycPoSZfmI/edit

Athugið að þar sem um tilraunarverkefni er að ræða áskiljum við okkur rétt á að senda foreldrum stutta spurningakönnun um sumarfrístundina að lok verkefnisins.

Ef þið hafið frekari spurningar endilega hafið samband við Bjarka Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa í emailið bjarki.a.oddsson@fjardabyggd.is eða í síma 893 9098