mobile navigation trigger mobile search trigger
31.03.2021

Sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í íþróttamiðstöðum Fjarðabyggðar.  Í störfunum felast öryggisvarsla og eftirlit á sundstöðum, baðvarsla, þrif og afgreiðsla í íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar. Leitað er að metnaðarfullum og stundvísum einstaklingum með ríka þjónustulund.

Í starfinu felst m.a.:

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Baðvarsla í klefum
  • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
  • Þrif

Hæfniskröfur:

  • Standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.

Starfslýsing sumarstarfsmaður í íþróttamannvirrkjum Fjarðabyggðar.pdf

Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn á hverjum stað en einni má finna upplýsingar um störfin má á ráðningavef Fjarðabyggðar á hlekkjunum hér að neðan.

Íþróttamiðstöð Norðfjarðar

Íþróttamiðstöð Eskifjarðar

Íþróttamiðstöð Breiðdals

Íþróttamiðstöð Stöðvarfjarðar