mobile navigation trigger mobile search trigger
10.06.2021

Tilkynning til íbúa við Lambeyrarbraut

Vegna vinnu við ofanflóðavarnir í Lambeyrará þarf að grafa hluta Botnabrautar í burtu og staðsetja vinnuvélar og tæki á götunni meðfram Lambeyrará. Óskað var eftir því við yfirvöld í Fjarðabyggð að loka fyrir umferð um Botnabraut milli Lambeyrarbrautar og Strandgötu og að umferð verði veitt um hjáleið í Lambeyrarbraut þess í stað og henni breytt í tvístefnugötu á meðan að á framkvæmdum stendur.

Tilkynning til íbúa við Lambeyrarbraut

Fjarðabyggð samþykkti þessa lokun þann 9. júní 2021 og samþykkti að tímabundið væri lokað fyrir umferð um Botnabraut þar sem nær ómögulegt er að tryggja öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda um vinnusvæðið.

Botnabraut verður því lokuð milli Lambeyrarbrautar og Strandgötu frá 10. júní 2021 og opnuð fyrir umferð um leið og aðstæður leyfa eða í síðasta lagi 15. ágúst 2021. Umferð verður beint um hjáleið um Lambeyrarbraut sem breytist í tvístefnugötu á fyrrgreindu tímabili. Ef aðstæður skapast verður umferð hleypt á tímabundið um Botnabraut. Merkingar vegna lokunar á svæðinu má sjá á mynd hér að neðan.