mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2021

Tríóið Hist og á Eskifirði í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Klukkan 20:00

Laugardaginn 1. maí heldur tríóið Hist og tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði kl. 20:00. Á tónleikunum leikur sveitin efni af plötum sínum í bland við glænýtt efni í vinnslu. Miðverð er 2000. kr.

Tríóið Hist og á Eskifirði í Tónlistarmiðstöð Austurlands
Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 til þess að rugla saman reitum raf-og djasstónlistar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, trommuheila og hljómboð, Róbert Sturla Reynisson á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Trygvason Eliassen á trommur, slagverk og ekki-slagverk.
Þeir beina stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum, með innhverfri, úthverfri og slagþungri blöndu af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við.
hist og var gaf út sína aðra plötu, hits of, í desember 2020 sem var m.a. tilnefnd sem djassplata ársins til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Platan inniheldur margslungna slagara, hitablásna hittara og naglalakkaðar neglur í ætt við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra, sem hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2019, Kraumsverðlaunanna og sem “Spuni Ársins” á Morgunblaðinu. Um hits of skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen hjá Morgunblaðinu ma. “Hörkustöff ... stimpill þessa ofurtríós kirfilega á öllum smíðum.”
Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil.
Á tónleikunum leikur sveitin efni af plötum sínum í bland við glænýtt efni í vinnslu.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Miðaverð: 2500 kr. og eru miðar seldir við innganginn. Tekið er á móti kortum og reiðufé.
Reglum um smitvarnir verður fylgt til hins ítrasta. Númeruð sæti.