mobile navigation trigger mobile search trigger
17.05.2023

Umsjónarkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Skólinn fylgir eineltisáætlun Olweusar og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru "ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.

Leitað er að lausnarmiðuðum umsjónarkennara sem er tilbúinn að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi.

 

Helstu verkefni: 

  • Leiðbeina nemendum í námi og starfi
  • Skipuleggja kennslu í samræmi við markmið grunnskólalaga
  • Fylgjast með ástundun, framkomu og líðan nemenda
  • Hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu
  • Starfa í teymum skipuðum af skólastjóra

Menntun og hæfniskröfur:

  • Réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Metnaður og dugnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum

Starfslýsing umsjónarkennara

Staðan er laus frá 1. ágúst 2023. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 31. maí.

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Viðar Jónsson, skólastjóri, í síma 845-3748, netfang: viddi@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um starið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar