mobile navigation trigger mobile search trigger
15.01.2020

Verkefnastjóri Menningarstofu Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð auglýsir starf verkefnastjóra Menningarstofu Fjarðabyggðar laust til umsóknar. 

Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna Fjarðabyggðar?  Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á menningu sem á að hafa yfirsýn og drifkraft til að tengja saman allt það ólíka sem fer fram í fjölkjarna sveitarfélagi.  Mikilvægt er að einstaklingur hafi menntun og þekkingu á sviðum tónlistar sem nýtist tónlistarlífi í samræmi við áherslur menningarsamnings. Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í menningarmálum.  Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.

Menningarstofa hefur verið starfrækt um þriggja ára skeið og hefur það hlutverk að efla menningu, listir og skapandi starf í Fjarðabyggð. Hún þjónar sem tengiliður milli stjórnkerfis, fagumhverfis og grasrótarstarfsemi í listum og menningu þvert á svið og stofnanir. Menningarstofa annast framkvæmd menningarsamnings um tónlistaruppbyggingu á Austurlandi.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með verkefnum í menningarstefnu og samningi um tónlistaruppbyggingu.
  • Viðburða- og verkefnastjórnun í menningu og listum.
  • Þróunarstarf, fræðsla og þekkingaruppbygging í menningu og á sviðum tónlistar.
  • Fagleg ráðgjöf á sviðum menningar og lista.    
  • Stuðlar að framþróun á sviðum menningar og lista.       
  • Vinnur að innleiðingu menningar og lista í frístundastarfi og skólastofnunum.
  • Vinnur að öflun styrkja og styrktaraðila vegna viðburða.
  • Vinnur að kynningu starfsemi og upplýsingamiðlun um viðburði.
  • Vinnur skýrslur, greinargerðir og fréttaefni um menningu og listir.  

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviðum menningar, lista og eða kennslu er mikilvægur kostur.
  • Þekking og reynsla af menningarstarfi og listum er æskileg.
  • Reynsla af stýringu verkefna eða viðburðastjórnun er áskilin.
  • Reynsla af upplýsinga- og kynningarmálum æskileg.
  • Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska ásamt færni og hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfslýsing verkefnastjóra menningarstofu 2020.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.  Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2020 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. apríl 2020.

Allar frekari upplýsingar veitir Ari Allansson forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, í síma 896 6971 eða á netfanginu ari.allansson@fjardabyggd.is 

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér