mobile navigation trigger mobile search trigger
16.03.2020

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur verið virkjuð

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur nú verið virkjuð en hún var samþykkt í bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun.

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur verið virkjuð

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sveitarfélagsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu.

Áætlunin miðast við að starfsemi sveitarfélagsins verði skert og að hluti starfsfólks verði rúmfastur vegna veikinda eða í sóttkví í ákveðinn tíma. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi starfsmanna og lágmarka áhrif inflúensufaraldursins á rekstur sveitarfélagsins.

Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Notast var við fyrirmynd af viðbragsáætlun Sambands Íslenskra Sveitarfélaga. Einnig er stuðst við sniðmát að viðbragðsáætlun fyrir stjórnarráðið sem gert var í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnalæknis. Ekki er um endanleg fyrirmæli að ræða og getur bæjarstjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni. Hver sviðstjóri ber ábyrgð á því að gera viðbragðsáætlun sérstaklega fyrir sitt svið sem taki mið af sérstöðu hvers sviðs fyrir sig.

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma