mobile navigation trigger mobile search trigger
23.12.2022

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2022

Líkt og í fyrra og árið þar áður tilkynnum við hjá Menningarstofunni rétt áður en jólaklukkurnar klingja og við höldum í jólafríið úrslit jólasmásagnakeppninnar okkar.

Það sannast hér enn og aftur að það býr margur góður rithöfundurinn í Fjarðabyggð og það sýndi sig og sannaði þegar kallað var eftir jólasmásögum í þremur aldursflokkum grunnskólans. 

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2022

Alls bárust okkur 27 jólasögur og efnistökin voru svo sannarlega fjölbreytt, sögurnar frumlegar og virkilega vel úr garði gerðar. Það er líka gaman að geta þess að okkur bárust einnig sögur frá krökkunum í Birkiholti á Lyngholti sem hafa verið að æfa sig við sagnagerð og fá þau verðlaun fyrir sitt framlag. Rithöfundarnir ungu búa annars allir yfir öflugu ímyndunarafli og það er greinilegt að það má finna virkilega efnilega rithöfundar í Fjarðabyggð sem eiga sér bjarta framtíðina þegar kemur að skáldsagnagerð en einnig er vert að geta þess að nokkrir að vinningshöfunum áttu líka vinningssögur í fyrra. Dómnefndin var býsna sammála um að sögurnar væru virkilega skemmtilegar og vel skrifaðar og samstíga í mati sínu í vali á þeim sögum sem enduðu í verðlaunasætum.

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og þökkum ykkur öllum sem tókuð þátt í jólasmásagnakeppninni, þið stóðuð ykkur alveg frábærlega og það var gríðarlega gaman að lesa sögurnar ykkar!

Líkt og í fyrra komum við svo til með að birta sögurnar sem báru af á Facebooksíðu Menningarstofu á milli jóla og nýárs.

Vinningshafar í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna 2022 eru:

Yngsta stig (1.-4. bekkur)

  1. Jólatréð sem kveið jólunum

Höfundur: Emma Sólveig Loftsdóttir

  1. Álfa jólin

Höfundur: Vignir Freyr Jökulsson

  1. Nokkrar jólasögur

Höfundar: Krakkarnir í Birkiholti á Lyngholti

Miðstig (5.-7. bekkur)

  1. Bjúgnakrækir ,,dettur“ í lukkupottinn

Höfundur: Apríl Rún Elíasdóttir

2 . Piparkökukarlinn einstaki

Höfundur: Guðrún Eva Loftsdóttir

  1. Jólasveinahvarfið

Höfundur: Sólveig Stefanía Snædal

  1. Jólasaga

Höfundur: Sólrún Líf Þórarinsdóttir

Efsta stig (8. – 10. bekkur)

  1. Jólasaga

Höfundur: Emil Valtingojer Paták

  1. Lítil hjartnæm saga

Höfundur: Dominik Krystian Turin

  1. Jólasmásaga

Höfundur: Bergþór Flóki Ragnarsson

  1. Jólasaga

Höfundur: Brynjar Davíðsson

Sögu Útgáfa hafa veitt okkur góðan stuðning í gegnum árin og erum við þeim þakklát fyrir það.

Á myndinni eru, talið að ofan, frá vinstri:

Bergþór Flóki Ragnarsson, Brynjar Davíðsson, Sólrún Líf Þórarinsdóttir, Dominik Krystian Turin, Sólveig Stefanía Snædal, Emma Sólveig Loftsdóttir, Guðrún Eva Loftsdóttir, Apríl Rún Elíasdóttir, Emil Valtingojer Paták og Vignir Freyr Jökulsson.

Bestu þakkir til allra þeirra sem studdu okkur hjá Menningarstofu við framtakið og hjartans þakkir til þeirra sem sátu í dómnefndinni.