mobile navigation trigger mobile search trigger
03.12.2015

1. fundur ungmennaráðs veturinn 2015 - 2016

1. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS OG ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚA VETURINN 2015 – 2016

HALDINN FIMMTUDAGINN 3 . DESEMBER 2015 KL. 15:30  

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI 

Mættir voru: Sigurður Ingvi Gunnþórsson, Jóhann Gísli Jónsson, Guðrún Edda Gísladóttir, Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir, Bríet Irma Ómarsdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Kynning

2. Samþykkt ungmennaráðs

Samþykktin var lesin upp fyrir ungmennaráðsmeðlimi og einstök atriði hennar rædd.

3. Næstu fundir ungmennaráðs og tímasetningar

Ákveðið var að halda næsta fund fimmtudaginn 14. janúar kl. 15:30.

4. Kosning formanns og varaformanns

Sigurður Ingvi var kosinn formaður og Bríet Irma var kosin varaformaður.

5. Starfsáætlun ungmennaráðs fyrir starfsárið 2015-16

Ræddar voru hugmyndir að verkefnum og aðgerðum sem ungmennaráð getur tekið sér fyrir hendur á starfsárinu 2015-16.

  1. a) Ráðið er nokkuð spennt fyrir að skoða leiðtoganámskeið.
  2. b) Ráðið er mjög spennt fyrir að skoða utanlandsferð eða jafnvel ferð út á land.

6. Önnur mál

Engin önnur mál rædd.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:25

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson