mobile navigation trigger mobile search trigger
13.08.2015

183. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 183. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, fimmtudaginn 13. ágúst 2015
og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Pálína Margeirsdóttir staðgengill forseta bæjarstjórnar, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir, Kristín Gestsdóttir, Gunnar Jónsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Tinna Hrönn Smáradóttir, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Lísa Lotta Björnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson.

Sérstakur fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Pálína Margeirsdóttir sérstakur staðgengill forseti bæjarstjórnar stýrði fundi.

Dagskrá:

1. 1408022 - Staða kvenna í sveitastjórnarmálum á landsvísu
Umræður um stöðu kvenna í sveitarstjórnarmálum á landsvísu.
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Kristín Gestsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir.

2. 1109095 - Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013 - 2016
Umræður um jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.

3. 1408022 - Almennar umræður
Pálína Margeirsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að láta gera úttekt á kynjabundnum launamun hjá sveitarfélaginu með jafnlaunavottun í huga nú á haustmánuðum. Fjarðabyggð hefur haft það að stefnu að laun starfsmanna sinna séu jöfn óháð kyni og þykir bæjarstjórn rétt að kannað sé hvort slíkt hafi ekki gengið eftir. Niðurstöður skulu kynntar bæjarstjórn fyrir komandi áramót.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 9 atkvæðum.

Pálína Margeirsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar felur bæjarstjóra að vinna áfram að undirbúningi og viðræðum við Lögreglustjórann á Austurlandi um samstarf gegn heimilisofbeldi. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið og lögreglan vinni þétt saman að aðgerðum og úrræðum gegn slíku böli sem heimilisofbeldi er.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 9 atkvæðum.

Bókun:
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bókun Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 183.
Fulltrúar Fjarðalistans gera það að tillögu sinni að Fjarðabyggð fari í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Hinsegin ungmenni upplifa oft skort á upplýsingum, á umræðu, og stuðningi og þróa gjarnan með sér neikvæða sjálfsmynd. Með slíku átaki sýnum við stuðning og fögnum fjölbreytileikanum í okkar samfélagi.
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísað bókun til fræðslunefndar til frekari umræðu og úrvinnslu.

4. 1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Reglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun áranna 2017 - 2019, lagðar fram til staðfestingar.
Enginn tók til máls.
Reglur um fjárhagsáætlun staðfestar með 9 atkvæðum.

5. 1506012F - Bæjarráð - 433
Fundargerð bæjarráðs, nr. 433 frá 29. júní 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu.
Enginn tók til máls.
5.1. 1506098 - Ársreikningar 2014 - Hulduhlíð
5.2. 1506104 - Ársreikningar 2014 - Uppsalir
5.3. 1506137 - Bæjarstjórnarfundir - skipulag
5.4. 1501235 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
5.5. 1411143 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
5.6. 1506131 - Rarik óskar eftir umsögn um lóð fyrir spennistöð við Naustahvamm
5.7. 1506101 - Samband íslenskra sveitarfélaga 70 ára 1945 - 2015
5.8. 1506110 - Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál
5.9. 1506021 - Aðalfundur Norðurslóða - Viðskiptaráð 9. júní
5.10. 1506168 - Afsögn úr sveitarstjórn vegna brottflutnings
5.11. 1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar
5.12. 1203023 - Norðfjarðarflugvöllur viðhald og uppbygging
5.13. 1406123 - Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
5.14. 1406125 - Nefndaskipan Fjarðalista 2014 - 2018
5.15. 1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
5.16. 1501132 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
5.17. 1506011F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 121

6. 1507001F - Bæjarráð - 434
Fundargerð bæjarráðs, nr. 434 frá 6. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
6.1. 1507013 - Kvikmyndasýsing á Frönskum Dögum
6.2. 1507029 - Skíðasvæðið í Oddsskarði - útvistun rekstrar
6.3. 1402008 - Efling millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll
6.4. 1506173 - Fasteignamat 2016
6.5. 1411074 - Umsókn til Byggðastofnunar vegna Stöðvarfjarðar
6.6. 1507022 - 788.mál til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur
6.7. 1501271 - Fundargerðir stjórnar SSA 2015
6.8. 1507030 - Umsögn Sambandsins um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða
6.9. 1501273 - Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015

7. 1507003F - Bæjarráð - 435
Fundargerð bæjarráðs, nr. 435 frá 13. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
7.1. 1502047 - Norðfjörður - tunna á enda grjótgarðs
7.2. 1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
7.3. 1507002F - Hafnarstjórn - 153
7.4. 1506176 - Björgunarbátur á Fáskrúðsfirði

8. 1507007F - Bæjarráð - 436
Fundargerð bæjarráðs, nr. 436 frá 2. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
8.1. 1503049 - Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
8.2. 1503046 - Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015
8.3. 1507093 - Íslandshátíð í Gravelines 2015
8.4. 1201003 - Leigusamningur vegna urðunar í landi Þernunes - viðauki
8.5. 1506188 - 735 Leirukrókur 11 - umsókn um lóð
8.6. 1506187 - 735 Leirukrókur 9 - umsókn um lóð
8.7. 1507062 - 755 Bólsvör 6 - Umsókn um lóð
8.8. 1507071 - Lóðamörk við Strandgötu 95 og Strandgötu 97; 735
8.9. 1409085 - KFF - stúka og vallarframkvæmdir
8.10. 1505052 - Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí
8.11. 1507072 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015
8.12. 1507089 - Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2015
8.13. 1507005F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 122
8.14. 1507065 - Umgengni á lóðum í Fjarðabyggð
8.15. 1507068 - Framtíðarsvæði tjaldsvæða á Eskifirði

9. 1507009F - Bæjarráð - 437
Fundargerð bæjarráðs, nr. 437 frá 28. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
9.1. 1507093 - Íslandshátíð í Gravelines 2015
9.2. 1411134 - 740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
9.3. 1502131 - 740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
9.4. 1507121 - 735 Leirukrókur 5 - umsókn um lóð
9.5. 1507122 - 735 Leirukrókur 7 - umsókn um lóð
9.6. 1507008F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 123

10. 1508002F - Bæjarráð - 438
Fundargerð bæjarráðs, nr. 438 frá 10. ágúst 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
10.1. 1506139 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
10.2. 1408022 - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015
10.3. 1409085 - Málefni Eskifjarðarvallar
10.4. 1508002 - Mat á umhverfisáhrifum. Reglugerð. C-flokkur
10.5. 1508001 - Breyting á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga
10.6. 1507135 - Þjóðarsáttmáli um læsi barna í grunnskólum
10.7. 1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35