mobile navigation trigger mobile search trigger
15.01.2015

2. fundur ungmennaráðs Fjarðabyggðar

2. FUNDUR UNGMENNARÁÐS OG ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚA
HALDINN FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 2015 KL. 16:00– 17:30
Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

 Mættir voru: Dagur Ingi Valsson, Daníel Styrmir Guðnason, Friðrik Júlíus Jósefsson, María Rún Karlsdóttir, Marta Guðlaug Svavarsdóttir, Patrekur Darri Ólason, Rúnar Már Theódórsson, Steinar Berg Eiríksson og Guðmundur Halldórsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

 1. Leiðtoganámskeið
 • Stefnt hafði verið að því að leiðtoganámskeið færi fram þann 24. janúar næstkomandi en Helgi Laxdal hefur verið boðaður á fund erlendis þá helgi og því verður fundinn önnur dagsetning.
 • Ungmennaráðsmeðlimir eru sammála um að stefna á námskeiðið 21. febrúar. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við formann ungmennaráðs og Helga Laxdal varðandi skipulagningu námskeiðsins.
 • Komdu þínu á framfæri

 • Þann 25. febrúar mun fara fram ráðstefnan "Komdu þínu á framfæri“. Ráðstefnan er á vegum UMFÍ og UÍA. Hún verður haldin á Stöðvarfirði og verður í samvinnu við ungmennaráð Fjarðabyggðar og íþróttatómstundafulltrúa. Einnig mun UMFÍ kynna lýðháskóla sem þeir halda utan um og er ætlaður fyrir ungmenni af landinu öllu. Stjórnendum og ungmennum í sveitarfélaginu verður boðið að koma saman og ræða ýmis málefni ungs fólks. Ungmennaráð kynnir sér bréf sem UMFÍ sendi út í tengslum við ráðstefnuna.
 • Ungmennaráðsmeðlimir taka allir jákvætt í að mætta á ráðstefnuna. Hver og einn hefur tekið að sér að finna 1-2 til að koma með sér á ráðstefnuna. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun verða í sambandi við ungmennaráðsmeðlimi til að fá nákvæma skráningu og til að upplýsa um rútuferðir og um hvenær dags ráðstefnan mun fara fram.
 1. Ungt fólk og lýðræði
 • Nú hafa borist nákvæmari upplýsingar varðandi ráðstefnu UMFÍ „Ungt fólk og lýðræði“ en ráðstefnan verður haldin í Stykkishólmi að þessu sinni.
 • Fulltrúum ungmennaráðs lýst vel á ráðstefnuna og vilja flestir ólmir taka þátt. Þátttakandur verða valdir þegar nær dregur.
 •  
 1. Forvarnardagur VA og Fjarðabyggðar
 • Þann 7. febrúar eða 7. mars næstkomandi mun fara fram forvarnardagur í VA og hefur ungmennaráð Fjarðabyggðar verið beðið um að koma að deginum með einhverjum hætti. Tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa er sú að ungmennaráðsmeðlimir, búsettir á Norðfirði, undirbúi kynningu fyrir forvarnardaginn og geri grein fyrir starfssemi ungmennaráðs og hlutverki. Auk þess verði ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ kynnt á forvarnardeginum.
 • Fulltrúar ungmennaráðs, sem búsettir eru á Norðfirði, samþykkja tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa.
 •  
 1. Fundur með bæjarstjórn Fjarðabyggðar
 • Ungmennaráðsmeðlimir fara yfir þau málefni sem þeir vilja ræða á sameiginlegum fundi með bæjarstjórn sem haldin verður á vormánuðum 2015.
 • Aukið fjármagn til að viðhalda búnaði og húsnæði félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð (mikill stuðningur ráðsins við þetta mál).
 • Aukið nemendalýðræði varðandi matseðilinn sem er á boðstólum í grunnskólum Fjarðabyggðar (mikill stuðningur við tillögu).
 • Ungmennaráð vill að Fjarðabyggðarhöllin verði einangruð og upphituð.
 • Ungmennaráð finnst að það sé markaður fyrir fleiri og betri skyndibita-/veitingastaði og finnst að sveitarfélagið ætti að gera umhverfið hér hvetjandi fyrir slíkan rekstur.
 • Nýta tómu húsin, sem eru í sveitarfélaginu, t.d. frystihúsið á Reyðarfirði, undir afþreyingar starfsemi. Í þessu sambandi má nefna bíó, keila, tennisvöll, skautasvell.
 • Að 1. maí bíó verði endurvakið í félagsheimilinum í Fjarðabyggð.  

 • Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30.
   
 • Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun formgera tillögurnar og undirbúa þær fyrir fund með bæjarstjórn.