mobile navigation trigger mobile search trigger
20.02.2018

2. fundur ungmennaráðs veturinn 2017 - 2018

  1. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS FJARÐABYGGÐAR

VETURINN 2017 – 2018

HALDINN FIMMTUDAGINN

  1. NÓVEMBER 2017
  2. 15:30 – 16:50

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

Mætt: Anya Hrund Shaddock, Daði Þór Jóhannsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Björn Leví Ingvarsson, Karen Ómarsdóttir, Kamilla Hilmisdóttir og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð

  1. Dagskrá vetrarins

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir dagskrá ungmennaráðs Fjarðabyggðar fyrir veturinn 2017 – 2018. Helstur viðburðir:

  • Undirbúningur vegna fundar með bæjarstjórn
  • Fundur með bæjarstjórn í byrjun árs
  • Ungmennaþing Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs
  • Leiðtoganámskeið/heimsókn
  • Forvarnardagar VA 23. og 24. febrúar
  • Ungt fólk og lýðræði 21. – 23. mars
  1. Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs

Kosið var með leynilegri kosningu.

Formaður var kosinn: Daði Þór

Varaformaður var kosinn: Katrín Björg

  1. Fundartímar

Rætt var um hvenær best væri fyrir ungmennaráðið að funda. Niðurstaðan var að bestu fundardagarnir væru miðvikudagar.

  1. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Ákveðið var að hittast 9. desember í Knellunni á Eskifirði kl. 10:00 til kl. 14:00.  

  1. Önnur mál

Kynning frá íþrótta- og tómstundafulltrúa  

  1. Bættar samgöngur – frístundaakstur.
  2. Vinna við forvarnir 2018.
  3. Tölvupóstur frá Alexander Kárasyni, með kynningum á vörum frá LexGames.
  1. Lýsing á á gönguleið meðfram Búðará

Ungmennaráð skorar á Fjarðabyggð að lýsa göngustíginn niður eftir allri Búðaránni frá stíflunni. Gönguleiðin er mjög vinsæl og hún getur verið mjög hættuleg í myrkrinu.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:50

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson