mobile navigation trigger mobile search trigger
21.01.2016

2. fundur ungmennaráðs veturinn 2015 - 2016

2. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS OG ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚA VETURINN 2015 – 2016

HALDINN FIMMTUDAGINN  21. JANÚAR 2016 kl. 15:30

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

Mætt voru: Sigurður Ingvi Gunnþórsson, Jóhann Gísli Jónsson, Stefán Bjarni Einarsson, Guðrún Edda Gísladóttir, Bríet Irma Ómarsdóttir, Katle Heimisdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Stjórnsýslukynning

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir hlutverk ríkisins og sveitarfélaga.

  1. Forvarnardagurinn 11. og 12. mars

Þóroddur Helgason fræðslustjóri kom inn á fundinn og ræddi við ungmennaráð um aðkomu þess að forvarnardegi VA. Upp úr því spunnust nokkrar umræður og rætt var um að halda fulltrúum ungmennaráðs upplýstum um framhald málsins.

  1. Leiðtoganámskeið

Námskeiðið verður laugardaginn 20. febrúar. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs ætlar að vera með okkur.

  • Hver mynduð þið vilja vera með námskeiðið? Reyðarfirði
  • Hvaða hús er hentugt? Grunnskóla Reyðarfjarðar
  • Einhvers staðar þarf að borða? Tærgesen

  1. Ráðstefnan Skipta raddir ungs fólks máli? – í Reykjavík

Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 18. febrúar 2016 frá kl. 10:15 - 16:15 Á ráðstefnunni verður farið í að skoða hugmyndafræðina á bakvið ungmennaráð, kynnt verða til leiks verkfæri sem ungmennaráð geta nýtt í starfi sínu ásamt því að ungmennaráð sem hafa náð góðum árangri með að virkja ungt fólk til þátttöku og áhrifa munu kynna störf sín. http://us2.campaign-archive2.com/?u=60c0d1901a633b6aa163877eb&id=3a2688289e&e=5d50bd7854

  1. Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði – á Selfossi

Ungmennaráð UMFÍ stendur í 8. sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan verður haldin dagana 16. – 18. mars 2016 á Hótel Selfossi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Niður með grímuna – Geðheilsa ungmenna á Íslandi. Hvert ungmennráð getur sent að minnsta kosti tvo þátttakendur.

  1. Vinnustund ungmennaráðs

  

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:50.

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson.