mobile navigation trigger mobile search trigger
11.02.2016

3. fundur ungmennaráðs veturinn 2015 - 2016

3. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS OG ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚA VETURINN 2015 – 2016

HALDINN FIMMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 2016 KL. 15:30

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI 

Mætt voru Sigurður Ingvi Gunnþórsson, Katla Heimisdóttir, Jóhann Gísli Jónsson, Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir, Sara Rut Vilbergsdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.   

 

 1. Forvarnardagar 11. og 12. mars

Bjarki og Sigurður mættu á fund þann með forvarnarteymi VA. Kynnt verður drög að dagskrá forvarnardagana.

 • Fyrirlestrar um geðheilbrigði
 • Mögulega stuttmynd
 • Pítsa fyrir alla
 • Rútuferðir fyrir 10. bekk á Nes / 8.-9. bekkur yrðu eftir á Esk.
 1. Rætt um ráðstefnunar Skipta raddir ungs fólks máli? og Ungt fólk og lýðræði

Mun fleiri sóttust eftir annarri ráðstefnunni.

 • Fjórir búnir að sækjast eftir að fara til Reykjavíkur
 • Einn á Selfoss
 1. Umsögn um 13. mál um frumvarp til laga um áfengi og tóbak ofl.

Góðar umræður voru í hópnum og voru skiptar skoðanir meðal fundarmanna. Málinu frestað til frekari umræðu á næsta fundi

 1. Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar

Kynnt

 1. Vinnustund ungmennaráðs

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:50.