mobile navigation trigger mobile search trigger
20.02.2018

3. fundur ungmennaráðs veturinn 2017-2018

 1. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS FJARÐABYGGÐAR

VETURINN 2017 – 2018

HALDINN FIMMTUDAGINN

 1. FEBRÚAR 2018
 2. 15:30 – 16:50

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

Mætt: Daði Þór Jóhannsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Björn Leví Ingvarsson, Karen Ómarsdóttir, Kamilla Hilmisdóttir, Eysteinn Ágústsson og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

 1. Ungt fólk og lýðræði

UMFÍ stendur í níunda sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift rástefnunnar í ár er Okkar skoðun skiptir máli! Ráðstefnan fer fram dagana 21. – 23. mars nk. á hótel Borealis Efri- Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti viðburðinn og fyrirkomulag.

 1. Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Auglýst er eftir umsóknum í Ungmennaráð Heimsmarkmiðanna, en ungmennaráðið mun fræðast um markmiðin, kynna sjálfbæra þróun fyrir jafnöldrum sínum og funda með ríkisstjórninni um hvernig sé best að ná markmiðunum.

 1. Umræður um fund ungmennaráðs með bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Rætt var um þau mál sem ungmennaráð lögðu fyrir bæjarstjórn og umfjöllun fagnefnda sveitarfélagsins um þær. Ungmennaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að framgangi málanna.

 1. Önnur mál
  1. Marta Lovísa fjallaði um heimsókn UN Women til Fjarðabyggðar.
  2. Rætt var um að halda vinnustofu ungmennráðs. Bjarka og Daða falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:50

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson