mobile navigation trigger mobile search trigger
21.12.2015

457. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 457. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 21. desember 2015 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Snorri Styrkársson fjármálastjóri, Gunnar Jónsson bæjarritari og Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.

1512059 - Kynning á stöðu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar B deild 2014

Fjármálastjóri kynnti stöðu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar samkvæmt kynningu frá LSS.

 

2.

1510016 - Útboð vátrygginga 2015

Framlögð til kynningar, drög að samningi við Vátryggingafélag Íslands.

 

3.

1511095 - 263.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Umræða um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. Bæjarráð mun áfram fylgjast með þróun mála.

 

4.

1504147 - Fortitude

Undirbúningurinn að töku annarrar þáttaraðar Fortitude er hafinn, en kvikmyndatökur verða á tveim tímabilum; 1. febrúar til 28.febrúar og síðan frá 28. mars til 25. apríl. Lagt fram bréf Pegasus vegna nauðsynlegra leyfisveitinga til kvikmyndatöku. Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Pegasus. Vísað til afgreiðslu framkvæmdasviðs og til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

 

5.

1506058 - Útboð meðhöndlunar úrgangs í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 17.desember 2015, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, töku tilboðs í meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð ásamt mati á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð.
Rætt um frágang og breytingar á samningi við Íslenska gámafélagið í ljósi breytinga á kostnaði vegna útboðs á meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð. Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við verkefnastjóra umhverfismála. Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

 

6.

1510128 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð 2016

Umræða og ákvörðun um gjaldskrá 2016 vegna niðurstöðu útboðs á meðhöndlun úrgangs. Farið yfir áður samþykkta gjaldskrá m.t.t. útboðs á meðhöndlun úrgangs og nýjum samningi við Íslenska gámafélagið. Bæjarráð samþykkir minniháttar lagfæringar á gjaldskrá og felur fjármálastjóra að koma gjaldskrá til auglýsingar í Stjórnartíðindum í vikunni.

 

7.

1005214 - Tillaga um gerð minningarreits um snjóflóðin sem féllu 1974

Bæjarráð samþykkir 300.000 kr. fjárframlag af óráðstöfuðu 21690- vegna viðurkenningar til Listasmiðju Norðfjarðar í tengslum við gerð minnismerkis um snjóflóðin í Neskaupstað.

 

8.

1511132 - Tillaga að breyttri legu hringvegar um Berufjarðarbotn

Svör Djúpavogshrepps við athugasemdum Fjarðabyggðar frá 24. nóvember sl. er varðar legu hringvegar um Berufjarðarbotn. Bæjarráð þakkar greinargóð svör hreppsins við athugasemdum Fjarðabyggðar en afstaða Fjarðabyggðar til málsins hefur í engu breyst. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

 

9.

1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 833 frá 30.nóvember og nr. 834 frá 11.desember, lagðar fram til kynningar.

 

Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir starfsmönnum og íbúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.