Bæjarráð - 457. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði, mánudaginn 21. desember 2015 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Snorri Styrkársson fjármálastjóri, Gunnar Jónsson bæjarritari og Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu er jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. |
1512059 - Kynning á stöðu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar B deild 2014 |
|
Fjármálastjóri kynnti stöðu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar samkvæmt kynningu frá LSS. |
||
|
||
2. |
1510016 - Útboð vátrygginga 2015 |
|
Framlögð til kynningar, drög að samningi við Vátryggingafélag Íslands. |
||
|
||
3. |
1511095 - 263.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði) |
|
Umræða um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. Bæjarráð mun áfram fylgjast með þróun mála. |
||
|
||
4. |
1504147 - Fortitude |
|
Undirbúningurinn að töku annarrar þáttaraðar Fortitude er hafinn, en kvikmyndatökur verða á tveim tímabilum; 1. febrúar til 28.febrúar og síðan frá 28. mars til 25. apríl. Lagt fram bréf Pegasus vegna nauðsynlegra leyfisveitinga til kvikmyndatöku. Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Pegasus. Vísað til afgreiðslu framkvæmdasviðs og til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. |
||
|
||
5. |
1506058 - Útboð meðhöndlunar úrgangs í Fjarðabyggð |
|
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 17.desember 2015, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, töku tilboðs í meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð ásamt mati á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð. |
||
|
||
6. |
1510128 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð 2016 |
|
Umræða og ákvörðun um gjaldskrá 2016 vegna niðurstöðu útboðs á meðhöndlun úrgangs. Farið yfir áður samþykkta gjaldskrá m.t.t. útboðs á meðhöndlun úrgangs og nýjum samningi við Íslenska gámafélagið. Bæjarráð samþykkir minniháttar lagfæringar á gjaldskrá og felur fjármálastjóra að koma gjaldskrá til auglýsingar í Stjórnartíðindum í vikunni. |
||
|
||
7. |
1005214 - Tillaga um gerð minningarreits um snjóflóðin sem féllu 1974 |
|
Bæjarráð samþykkir 300.000 kr. fjárframlag af óráðstöfuðu 21690- vegna viðurkenningar til Listasmiðju Norðfjarðar í tengslum við gerð minnismerkis um snjóflóðin í Neskaupstað. |
||
|
||
8. |
1511132 - Tillaga að breyttri legu hringvegar um Berufjarðarbotn |
|
Svör Djúpavogshrepps við athugasemdum Fjarðabyggðar frá 24. nóvember sl. er varðar legu hringvegar um Berufjarðarbotn. Bæjarráð þakkar greinargóð svör hreppsins við athugasemdum Fjarðabyggðar en afstaða Fjarðabyggðar til málsins hefur í engu breyst. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. |
||
|
||
9. |
1502053 - Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015 |
|
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 833 frá 30.nóvember og nr. 834 frá 11.desember, lagðar fram til kynningar. |
||
|
Bæjarráð Fjarðabyggðar sendir starfsmönnum og íbúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.