Helstu verkefni:
- Umsjón með þjónustu á sviði mannauðsmála til stjórnenda og starfsfólks.
- Ábyrgð á ráðgjöf, stuðningi og fræðsla til stjórnenda um mannauðsmál.
- Yfirumsjón með skipulagi fræðslu starfsmanna og starfsþróunarsamtala.
- Vinnur með jafnlaunavottun og jafnlaunagreiningu.
- Vinnur að vinnuvernd og öryggismálum.
- Umsjón með úrlausn mannauðsmála.
- Vinnur að árangursmælingum og könnunum.
- Vinnur úr og fylgir eftir úrbótum.
- Vinnur að mótun liðsheildar og góðrar vinnustaðamenningar þvert á sveitarfélagið.
- Umsjón með stjórnenda- og starfsmannahandbókum.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun Ba/Bs sem nýtist í starfi er áskilin.
- Nám í mannauðsstjórnun er æskileg.
- Reynsla af mannauðsmálum og ráðgjöf er áskilin.
- Þekking á kjarasamningum er æskileg.
- Reynsla af ráðningum innan opinberrar stjórnsýslu æskileg.
- Sjálfstæði, greiningarfærni og agað verklag.
- Áreiðanleiki, drifkraftur og umbóta- og lausnamiðuð hugsun.
- Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og metnaður til að ná árangri.
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
- Færni í að leiða teymisstarf m.a. í umbótaverkefnum
- Mjög góð greiningar- og tölvukunnátta.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
Starfslýsing mannauðsráðgjafa
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl næst komandi og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar á slóðinni.
Allar frekari upplýsingar veitir Þórður Vilberg Guðmundsson í síma 771 9213 eða á netfanginu thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is