mobile navigation trigger mobile search trigger
17.04.2024

Næturvaktir á heimili fyrir fatlað barn - sumarafleysing

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til starfa á næturvöktum á heimili fyrir fatlað barn í Neskaupstað.

Um er að ræða vakandi næturvaktir og mikilvægt að einstaklingur getur unnið sjálfstætt. Vinnan felst í að fylgjast með líðan og heilsu barnsins og aðstoða það eftir þörfum, sem eru meðal annars aðstoð við athafnir dagslegs lífs.

Í boði er 90% vaktavinna tímabundið yfir sumarið.

Starfslýsing:

  • Veita einstaklingi stuðning við athafnir daglegs lífs.
  • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára.
  • Hreint sakavottorð
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
  • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku.

Stuðningsaðili einstaklinga með umfangsmiklar þjónustuþarfir Starfslýsing

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí, 2024

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Anna Guðlaug, forstöðumaður búsetuþjónustu, í síma 844-4845 eða í gegnum netfangið anna.hjartardottir@fjardabyggd.is