mobile navigation trigger mobile search trigger
19.02.2021

Slökkviliðsstjóri

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf slökkviliðstjóra. Um er að ræða 100% starf, auk bakvakta, með starfsstöðá slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar er með 5 starfstöðvar þar sem atvinnulið starfar samhliða hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.

Helstu verkefni eru:

  • Rekstur slökkviliðs og dagleg stjórnun starfsstöðva slökkviliðs Fjarðabyggðar.
  • Leiðir faglegt starf slökkviliðsins og ber ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir.
  • Stýrir úttektum, eldvarnareftirliti og stjórnun aðgerða.
  • Ábyrgð á gerð samninga um þjónustu slökkviliðs í Fjarðabyggð í samráði við bæjarstjóra.
  • Ber ábyrgð á skipulagi þjálfunar og stýrir þjálfun slökkviliðsins.
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur slökkvistarf utanhúss, annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.
  • Umsjón og eftirlit með búnaði almannavarna í Fjarðabyggð og samskipti við viðbragðsaðila vegna almannavarna. Situr aðgerðarstjórn almannavarna.
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu um lög, reglugerðir og stjórnvaldsfyrirmæli varðandi eldvarnir og öryggi.
  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og eftirliti með útgjöldum slökkviliðs og þeim hluta almannavarna sem tilheyrir Fjarðabyggð.
  • Slökkviliðsstjóri starfar samkvæmt lögum nr. 75/2000.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
  • Vera með löggildingu sem slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður.
  • Farsæl reynsla af stjórnun slökkviliðs er áskilin.
  • Leiðtogahæfni, drifkraftur og fagmennska.
  • Jákvætt viðhorf og mjög góð samskiptafærni.
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Færni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.

Starfslýsing slökkviliðsstjóra.pdf

Leitað er að einstakling með brennandi áhuga fyrir starfi sem fer fram í fjölkjarna sveitarfélagi með áherslur bæjarfélagsins í þróun þessara mála að leiðarljósi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna. Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2021 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Allar frekari upplýsingar veitir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, í síma 470 9000 eða á netfanginu jon.b.hakonarson@fjardabyggd.is.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér