mobile navigation trigger mobile search trigger
26.02.2021

Staða kennara við Grunnskóla Reyðarfjarðar

Laus er til umsóknar staða kennara við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingi sem er tilbúnn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks.  Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Við Grunnskóla Reyðarfjarðar stunda um 200 nemendur nám. Skólinn er staðsettur í glæsilegu húsnæði þar sem einnig eru til húsa bókasafn staðarins og tónlistarskóli. Leitað er eftir kennara sem getur leyst forföll fram að vori með áframhaldandi ráðningu í huga.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Starfslýsing grunnskólakennara.pdf

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.grunnrey.is. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Árnadóttir í síma 474 1247 eða á netfangið gudlaug@skolar.fjardabyggd.is

Umsóknir og umsóknarfrestur       

Staðan er laus frá 6. apríl 2021. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is