mobile navigation trigger mobile search trigger
05.04.2024

Stuðningsaðilar barna með stuðningsþarfir

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir eftir áhugasömum og metnaðarfullum starfsmönnum til að vera stuðningsaðilar fyrir börn með stuðningsþarfir. Markmið stuðningsins er að styðja einstaklingana til að njóta menningar og félagslífs ásamt fjölbreyttrar afþreyingar að því marki sem geta þeirra leyfir. Ennfremur að veita persónulegan stuðning og aðstoð.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfsmaður sér um umönnun þjónustunotenda vegna líkamlegra, andlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á.
  • Veitir þjónustunotendum persónulegan stuðning við athafnir daglegs lífs sem sniðinn er að þörfum, aldri, óskum og væntingum hvers og eins.
  • Kappkostar að eiga gott samstarf og samskipti við þjónustunotendur, fjölskyldur þeirra og aðra samstarfsaðila.

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Reynsla af starfi með fötluðum börnum og ungmennum er æskileg
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
  • Bílpróf og bíll til umráða

Starfslýsing félagsleg liðveisla II

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2024. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Sigríður S. Pálsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu í síma 470-9000, netfang: sigridur.s.palsdottir@fjardabyggd.is