Stríðsárasafnið opnar aftur á komandi sumri
21.03.2024
Fundur um framtíð Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði fór fram í grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn og var vel sóttur, en um sextíu manns mættu á fundinn. Upplýst var á fundinum að til stendur að opna safnið á komandi sumri, eða 1. júní næst komandi.
Í núverandi meirihlutasáttmála er þess getið að hafin verði uppbygging á núverandi safnasvæði.