mobile navigation trigger mobile search trigger
17.10.2023

Starfsmaður í liðveislu

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir áhugasömu fólki, sem náð hefur 18 ára aldri, af öllum kynjum, til að sinna stuðningsþjónustu (félagslegri liðveislu) við einstaklinga með sérþarfir, bæði börn og fullorðna í sínu daglega lífi. Stuðningsþjónustan felst í að rjúfa félagslega einangrun og styrkja einstaklinga til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Persónulegur stuðningur við einstaklinga með sérþarfir og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð við að njóta tómstunda, menningar og félagslífs.
  • Stuðningur við tómstundaiðkun barna.
  • Veita aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs.

Hæfniskröfur:

  • Mikilvægir eiginleikar eru frumkvæði, ábyrgðarkennd, sveigjanleiki, samviskusemi, jákvætt viðhorf og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla sem gæti nýst í starfi æskileg.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
  • Íslenskukunnátta æskileg
  • Aðeins einstaklingar sem eru 18 ára og eldri koma til greina.

Starfslýsing - stuðningsaðili

Vinnutími er sveigjanlegur og getur ýmist verið dag-, kvöld- og/eða helgarvinna. Starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Athygli skólafólks er vakin á að í boði er mishátt starfshlutfall, frá nokkrum klukkustundum í hverri viku yfir í hálft starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Leitað er eftir starfsfólki til starfa í öllum bæjarkjörnum.

Umsóknarfrestur er til 10. Nóvember 2023 en störfin eru laus nú þegar.
Nánari upplýsingar má finna á www.fjardabyggd.is.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður S. Pálsdóttir í síma 470-9000 eða sigridur.s.palsdottir@fjardabyggd.is

Skrá inn og sækja um starf

Starfsmaður í liðveislu