Jafnrétti og einkalíf
Óheimilt er að mismuna starfsfólki Fjarðabyggðar á grunni kynferðis, kynhneigðar, þjóðernis, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra þátta. Jafnréttisstefna einstakra stofnana skal taka mið af jafnfréttisstefnu Fjarðabyggðar. Stofnanir skulu einnig leitast við að kynjahlutfall í starfsliði sé eins jafnt og efni standa til. Þá skal starfsfólk njóta jafns réttar til starfsþróunar.
Fjarðabyggð leggur áherslu á sveigjanleika í starfi og ber að leitast við að verða við óskum starfsmanna þar um sé þess kostur. Starfsfólki er einnig gert kleift að sinna fjölskylduhlutverki sínu vegna barna, maka, foreldra eða náinna ættingja sem kostur er. Þá nýtur starfsfólk sem sinnir ólaunuðum samfélagslegum verkefnum sveigjanleika, eftir því sem kostur er.
Ábendingar og kvartanir
Forstöðumaður stjórnsýslu, sími 470 9093, thordur.vilberg@fjardabyggd.is
Yfirstjórn
Bæjarritari, sími 470 9062, gunnar.jonsson@fjardabyggd.is