mobile navigation trigger mobile search trigger

Heimaþjónusta

Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla þjónustuþega til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.  Rétt til félagslegrar heimaþjónustu geta þeir átt sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. 

Að jafnaði er þó ekki veitt heimaþjónusta ef aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta annast hana. Greitt er fyrir heimaþjónustu samkvæmt gjaldskrá.

Umsóknarferli

Umsóknareyðublöð

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast og skila útfylltum á Íbúagátt Fjarðabyggðar.


FYLGIGÖGN MEÐ UMSÓKN

Nauðsynleg fylgigögn með umsókn eru læknisvottorð eða hjúkrunarbréf.

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

Yfirstjórn

Sviðsstjóra fjölskyldusviðs

TENGD SKJÖL