mobile navigation trigger mobile search trigger

HÚSNÆÐISÚRRÆÐI FÓLKS MEÐ FÖTLUN

Samkvæmt reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, skal veita fötluðu fólki félagslega þjónustu og sérstakan stuðning til þess að geta búið þannig að sem best henti hverjum og einum. Markmiðið er að fólk hafi val um hvar það býr og að húsnæði fatlaðs fólks sé af svipaðri stærð og gerð og almennt tíðkast.

Í Fjarðabyggð er til staðar sérstakt húsnæði í þjónustukjarna að Bakkabakka 15 í Neskaupstað, vegna sérstakra og mikilla þjónustuþarfa fatlaðs fólks. Þjónustukjarninn samanstendur af fjórum íbúðum, sem staðsettar eru á sömu hæð, ásamt starfsmannaaðstöðu. 

ÁBENDINGAR 

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs