mobile navigation trigger mobile search trigger

FJÖLSKYLDUSVIÐ

Fjölskyldusvið fer með málefni félagsþjónustu, barnaverndar, grunnskóla, leikskóla og  tónlistarskóla, æskulýðs- og íþróttamála og frístundamál barna og ungmenna.  Sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur yfirumsjón með faglegu starfi sviðsins, ásamt yfirmönnum fjögra teyma á sviðinu. Þau eru félags- og öldrunarteymi, barnaverndar- og fjölskylduráðgjafarteymi, æskulýðs- og íþróttateymi og fræðsluteymi. Hafa þessir aðilar náið samstarf um mótun og framkvæmd á þeirri þjónustu sem fjölskyldusvið veitir. 

Félagsþjónusta heyrir undir félagsmálastjóra og deildarstjóra barnaverndar. Megin markmið er að byggja upp félagsþjónustu sem stendur vörð um lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta. Starfsmenn félagsþjónustu starfa í umboði félagsmálanefndar. 

Fræðslumál heyra undir fræðslustjóra. Í fræðslumálum er leiðarljós fjölskyldusviðs að Fjarðabyggð sé góður staður fyrir börn og ungmenni að njóta fræðslu og frístunda. Sveitarfélagið hefur sett sér það markmið að skólar í Fjarðabyggð séu í fremstu röð fyrir metnaðarfullt og framsækið skólastarf, árangursríkt samstarf við haghafa og hæft og drífandi starfsfólk. 

Íþrótta- og æskulýðsmál heyra undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leiðarljós fjölskyldusviðs í íþrótta- og æskulýðsmálum er að Fjarðabyggð sé góður staður fyrir fólk á öllum aldri að njóta frístunda. Auk þess að byggja upp góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og félagsstarfs ungmenna og stuðla að fjölbreyttu frístundastarfi, sinnir sviðið forvörnum og mótar menntastarf félagsmiðstöðva. Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd starfa náið með fræðslu og frístundahluta fjölskyldusvið.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs er yfirmaður sviðsins og hefur með höndum stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri þeirra með áherslu á forystu í málefnum fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Hann hefur frumkvæðishlutverk og ábyrgð á stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarfi og greiningu upplýsinga varðandi viðfangsefni fjölskyldusviðs. Sviðstjóri mótar starfsemi sviðsins og framtíðarsýn þess í samræmi við áherslur bæjaryfirvalda.

Sviðstjóri fjölskyldusvið hefur yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir starfið m.a. félagsmála, fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála. Hann ber ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla- og íþróttastarfsemi, þróun öflugs stjórnendateymis innan sviðsins og þróun markmiða, mælikvarða og verkferla sem styðja við sýn og stefnu sveitarfélagsins.  Hann ber ábyrgð á að byggja upp heildstæða samhæfða þjónustu við fjölskyldur og að auka samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka. Sviðstjóri ber ábyrgð á undirbúningur mála fyrir nefndir málaflokka með skriflegum tillögum og greinargóðum gögnum og situr á fundum nefnda sveitarfélagsins vegna málaflokka sem falla undir starf.

FÉLAGSMÁLASTJÓRI

Félagsmálastjóri er yfirmaður félagsþjónustu og barnaverndar í Fjarðabyggð. Hann ber ábyrgð á undirbúningi stefnumótunar á sviði velferðarmála og þjónustu og faglegum stuðningi við barnaverndarnefnd og félagsmálanefnd. Hann annast undirbúning funda félagsmálanefndar og barnaverndarnefndar með formönnum og sér til þess að mál til afgreiðslu séu vel undirbúin. Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndanna sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd. Hann sér um áætlunargerð í barnavernd, öldrunarþjónustu og tengsl við haghafa og sér um samskipti við heilbrigðisstarfsmenn, löggæslu og aðra fagaðila vegna viðfangsefna félagsþjónustunnar. Hann ber ábyrgð á liðveislu, ferlimálum,  málefnum fatlaðra og félagslegri heimaþjónustu í Fjarðabyggð. Þá er aðgangur að félagslegum búsetuúrræðum, fjölskyldu- og einstaklingsráðgjöf og fjárhagsaðstoðar á ábyrgð félagsþjónustunnar. Félagsmálastjóri situr í þjónustuhópi Skólaskrifstofu Austurlands vegna málefna fatlaðra. Hann ber og ábyrgð á fjárhags-og starfsáætlun félagsþjónustu.

FRÆÐSLUSTJÓRI

Á meðal ábyrgðarstarfa fræðslustjóra er undirbúningur fyrir stefnumótun Fjarðabyggðar í fræðslu- og frístundarmálum og samhæfing skólastarfs og samskipti við önnur skólastig og Skólaskrifstofu Austurlands. Hann undirbýr einnig stefnumótun fyrir skipulagt tómstundastarf í Fjarðabyggð á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Hann skal leita leiða til að virkni frjálsra félagasamtaka verði sem mest í samfélagslegu tilliti og vinnur að því að hámarka nýtingu tómstundamannvirkja sveitarfélagsins, hvort heldur um er að ræða íþróttabyggingar, félagsmiðstöðvar eða aðrar byggingar. Hann skal leitast við að virkja félagsauðinn í samfélaginu sem best, s.s. með þjónustu- og styrkjasamningum. Hann ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðningi við fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar og fylgir eftir ákvörðunum þeirra. Hann undirbýr fundi nefndanna með formanni og sér um að mál til afgreiðslu séu vel undirbúin. Hann hefur frumkvæði að aðgerðum sem styrkja menntastarf í Fjarðabyggð. Þá ber hann ábyrgð á fjárhags- og starfsáætlun fyrir fræðslu-, íþrótta- og tómstundamál og hefur eftirlit með skólastarfi og árangri þess.

STARFSMENN FJÖLSKYLDUSVIÐS

Nafn Starfsheiti Símanúmer Netfang
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði - Advisor 470 9000 Netfang
Anna Hlíf Árnadóttir Forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðra 470 9000 Netfang
Bergey Stefánsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði - Advisor 470 9067 Netfang
Bjarki Ármann Oddsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi - Sports and Youth Officer 470 9098 Netfang
Guðrún Lilja Magnúsdóttir Verkefnastjóri búsetuþjónustu 470 9000 Netfang
Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir Félagsmálastjóri - Director of Social Services 470 9000 Netfang
Helga Þórarinsdóttir Verkefnastjóri á Skólaskrifstofu Austurlands 470-9000 Netfang
Hildur Vala Þorbergsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði - Advisor 470 9000 Netfang
Inga Rún Sigfúsdóttir Félagsráðgjafi - Social Worker 470 9000 Netfang
Laufey Þórðardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs 470 9036 Netfang
Óskar Sturluson Stjórnandi barnaverndar 470 9037 Netfang
Ragnar Sigurðsson Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimila 476 1200 Netfang
Rakel Kemp Guðnadóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði - Advisor 470 9024 Netfang
Sigríður Inga Björnsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði - Advisor 470 9000 Netfang
Sigríður Stephensen Pálsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði 470 9000 Netfang
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri - Director of Education 470 9027 Netfang

TENGD SKJÖL