mobile navigation trigger mobile search trigger

Íþróttavika Evrópu 2023 – vill þitt félag taka þátt?

23.09.2023 - 30.09.2023

Íþróttavika Evrópu er haldin á hverju ári 23. – 30. september  í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.

Íþróttavika Evrópu 2023 – vill þitt félag taka þátt?

Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í þessari viku undir slagorðinu #BeActive.

Nú leitar Fjarðabyggð af íþrótta- og tómstundafélögum sem vilja taka þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í íþróttavikunni með því að hafa opnar æfingar, kynningar, kennslu, fyrirlestra eða annað. Vinsamlegast hafið samband við Eyrúnu Ingu á netfangið eyruninga@fjardabyggd.is eða Magnús Árna á netfangið magnus.arni@fjardabyggd.is

 

Fleiri myndir:
Íþróttavika Evrópu 2023 – vill þitt félag taka þátt?

Frétta og viðburðayfirlit