mobile navigation trigger mobile search trigger
07.05.2025

Leikur að orðum - Leikskólatónleikar í Eskifjarðarkirkju 12. maí

Klukkan 15:00-15:45

Lokatónleikar leikskólaverkefnisins Leikur að orðum 2025 verða í Eskifjarðarkirkju þann 12. maí kl. 15:00.
Um 70 nemendur af elstu deildum leikskóla Fjarðarbyggðar koma fram og syngja lög eftir tónsnillinginn Braga Valdimar Skúlason. 
Leikur að orðum - Leikskólatónleikar í Eskifjarðarkirkju 12. maí
Leikskólabörn í Múlaþingi á Leikskólatónleikum í apríl
Lokatónleikar leikskólaverkefnisins Leikur að orðum 2025 verða í Eskifjarðarkirkju þann 12. maí kl. 15:00.
Um 70 nemendur af elstu deildum leikskóla Fjarðarbyggðar koma fram og syngja lög eftir tónsnillinginn Braga Valdimar Skúlason. 
Verkefnið snýst um að efla tónlistarþátttöku elstu barna leikskólanna, kynna tónlistararfinn og tónlistarnám fyrir þeim og gera þeim kleift að efla eigin málskilning og orðaforða í gegnum skapandi leik og starf. Verkefnið byggir á áralangri samvinnu Tónskóla Sigursveins og leikskóla í Reykjavík þar sem elstu nemendur leikskóla æfa og vinna með ákveðin lög og flytja þau síðan á tónleikum með nemendum tónlistarskólans. Í fyrra voru gerðar tilraunir með að útvíkka verkefnið og í ár fékkst styrkur úr Barnamenningarsjóði sem fært hefur börnum um allt land tónlistargleðina.
Leikskólarnir sem koma fram eru:
Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Kæribær á Fáskrúðsfirði
Dalborg á Eskifirði
Lyngholt á Reyðarfirði
Eyrarvellir í Neskaupstað
Enginn aðsgangseyrir
Kynnir og kórstjóri á tónleikunum er tónlistarkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir sem unnið hefur mikið með börnum á leikskólum Austurlands.

Frétta og viðburðayfirlit