mobile navigation trigger mobile search trigger
16.01.2015

Ný aðstaða í Oddsskarði fyrir snjóbretti

Fjarðabyggð og Brettafélag Fjarðabyggðar undirrituðu í dag samstarfssamning vegna uppbygginar á aðstöðu til snjóbrettaiðkunar í Oddsskarði. Hér takast í hendur bæjarstjóri og formaður félagsins að undirritun lokinni.

Ný aðstaða í Oddsskarði fyrir snjóbretti
Hér takast í hendur Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Birgi Örn Tómasson, formaður Brettafélags Fjarðabyggðar, að undirritun lokinni. Við hlið bæjarstjóra situr Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar. Standandi eru stjórnarmenn félagsins og aðrir velunnarar íþróttarinnar ásamt Dagfinni Ómarssyni, forstöðumanni Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði.

Fjarðabyggð og Brettafélag Fjarðabyggðar undirrituðu í dag samstarfssamning um uppbyggingu á aðstöðu í Oddsskarði til snjóbrettaiðkunar.

Samningurinn var undirritaður í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði síðdegis í dag. Um stórt skref er að ræða fyrir Brettafélagið, sem hefur á skömmum tíma tekist að byggja upp öflugt félagsstarf í Fjarðabyggð fyrir þessa skemmtilegu og kraftmiklu vetraríþrótt.

Samningurinn nær m.a. til kaupa á reilum (e. rails), sem munu gjörbreyta allri aðstöðu brettafólks til hins betra. Brettafélagið mun sjá um uppbygginu aðstöðunnar í samstarfi við forstöðumann skíðamiðstöðvarinnar, s.s. innkaup, aðflutning á búnaði og uppsetningu. 

Brettafélagið mun einnig sjá um fjármögnun gegn árlegu 500.000 þús. kr. framlagi frá sveitarfélaginu næstu fimm árin, eða alls 2,5 milljón kr. Hefur félagið, á grundvelli samningsins við Fjarðabyggð, gert samkomulag við SÚN, Samvinnufélag Útgerðarmanna í Neskaupstað, um samsvarandi fjárframlag og vaxtalausa endurgreiðslu þess  á samningstímanum.

Frétta og viðburðayfirlit