mobile navigation trigger mobile search trigger

Bráðabirgða tjaldsvæði tekið í notkun á Norðfirði

07.07.2025 Bráðabirgða tjaldsvæði tekið í notkun á Norðfirði

Komið hefur verið upp bráðbirgðatjaldsvæði á túni á Bökkunum á Norðfirði ofan Bakkavegar þar sem fyrrum var tjaldsvæði.  Tjaldsvæðið er án þjónustu en salernisaðstaða er við áningarstað Fólkvangsins og þar má losa minniháttar úrgang ferðamanna.  Þá eru nokkur tenglabox fyrir ferðavagna.  Á svæðinu hafa verið afmarkaðir blettir sem eru lokaðir þar sem jarðvegur er blautur og þolir illa umferð.  Mikilvægt er að gengið sé snyrtilega um svæðið en það þolir takmarkað álag.

Lesa meira

Hernámsdagurinn endurvakinn í blíðunni á Reyðarfirði

05.07.2025 Hernámsdagurinn endurvakinn í blíðunni á Reyðarfirði

Hernámsdagurinn fór fram á Stríðsárasafninu í dag eftir þriggja ára hlé. Greinilegt var að bæjarbúa var farið að þyrsta eftir bæjarhátíðinni því yfir 150 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum og alls komu yfir 200 manns á safnið í dag. Veðrið lék við okkur á safninu þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá tengda hernáminu.

Lesa meira

Skotgengur að ljósleiðaravæða í Fjarðabyggð

27.06.2025 Skotgengur að ljósleiðaravæða í Fjarðabyggð

Míla, í samstarfi við Fjarðabyggð, hefur á síðustu mánuðum unnið að lagningu ljósleiðara í Fjarðabyggð. Fyrsti áfangi er unninn á þessu ári og miðar að því að tengja öll fyrirtæki og heimili á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað við ljósleiðarakerfi Mílu. Verkið hefur unnist hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur samvinna við íbúa verið til fyrirmyndar. Verktakar Mílu, VVverk og Rafey, hafa staðið sig með prýði.

Lesa meira

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

26.05.2025 Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Sjómannadagurinn er sunnudaginn 1. júní og honum verður fagnað með fjölbreyttum hætti í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði um helgina. Dagskráin hefst í Neskaupstað á miðvikudaginn og fimmtudaginn á Eskifirði. Boðið verður upp á siglingar, skemmtidagskrár, dorgveiðikeppni og margt fleira.

Lesa meira

Aðalskipulagsbreyting á Eskifirði

07.07.2025 Aðalskipulagsbreyting á Eskifirði

Fjarðabyggð kynnir lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 á Eskifirði og nýs deiliskipulags fyrir Dal 3.

Aðalskipulagsbreytingin felst í því að hlutverkum reita ÍB-202 (íbúðarbyggð norðan Dalbrautar) og  AF-200 (tjaldsvæði) er víxlað. Þannig myndast betri samfella í byggðinni og sneitt er hjá lítilsháttar hættu sem byggð norðan Dalbrautar kann að stafa af ofanflóðum. Að auki er auðveldara að byggja á flötum áreyrum en í hallanum við hlíðarfótinn. Um leið er unnið að deiliskipulagi fyrir Dal 3, sem nær til framangreindra reita og vesturhluta reits ÍB-200 (þ.e. vestan Dals 2).

Óskað er eftir því að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér lýsinguna og komi á framfæri ábendingum um það sem hafa þarf í huga við mótun skipulagstillagna. Gögn er að finna í skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is mál nr. 942/2025 og á vef sveitarfélagsins. Ábendingum skal skila í skipulagsgátt í síðasta lagi þann 18. ágúst 2025.

Lesa meira

Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði

02.07.2025 Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði

Rafmagnslaust verður í hluta Stöðvarfjarðar þann 3.7.2025 frá kl 23:59 til kl 6:00 4.7.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.

Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof 

Lesa meira

Aðalskipulagsbreyting á Reyðarfirði

27.06.2025 Aðalskipulagsbreyting á Reyðarfirði

Fjarðabyggð kynnir lýsingu og tillögu á vinnslustigi vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040. Um er að ræða breytt skipulagsákvæði á reit AT-301 vestan miðbæjar á Reyðarfirði. Með breytingunni er veitt takmörkuð heimild fyrir íbúðir og þjónustu á þeim hluta reitsins sem er austan Leiruvogs og norðan Nesbrautar. 

Lesa meira