mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2024

Allt nema töskur dagurinn

Nemendaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar samanstendur af einstaklega hugmyndaríkum og framtakssömum nemendum. Á mánudaginn síðastliðinn stóðu nemendur fyrir sérstökum viðburði sem fólst í því að hvetja nemendur og starfsmenn til að koma með gögnin sín í einhverju öðru en hefðbundnum skólatöskum.

Allt nema töskur dagurinn

 Þessi viðburður hefur notið vinsælda víða um heim og hvetur krakka til nýjungargirni og að láta hugmyndaflugið ráða. Það gerðu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar sannarlega í dag. Komu þau með skóladótið sitt í allskonar ílátum eins og pottum og skjólum, vöfflujárnum, örbylgjuofnum og hjólbörum, gítartöskum og verkfæratöskum, svo fátt eitt sé nefnt. Virkilega skemmtilegur viðburður sem má sjá myndir frá hér.

Frétt birtist á heimasíðu grunnskólans á Reyðarfirði