mobile navigation trigger mobile search trigger
11.10.2018

Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti þann 30. júlí 2018 tillögu að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030. Tillagan var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni. Tillaga að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030 hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. 

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. lög um nefndina. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku tillögunnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð