mobile navigation trigger mobile search trigger
16.04.2018

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson valinn íþróttamaður ÚÍA 2017

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímumaður úr Val Reyðarfirði, var valinn íþróttamaður UÍA 2017 á sambandsþingi ÚÍA á Borgarfirði Eystri um helgina.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson valinn íþróttamaður ÚÍA 2017
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Ásmundur Hálfdán er fæddur árið 1994 og hefur um árabil verið einn sterkasti glímumaður landsins. Árið 2017 varði Ásmundur Grettisbeltið og varð þar með glímukóngur Íslands. Ásmundur hefur einnig staðið sig ákaflega vel á erlendri grundu og m.a. unnið til verðlauna á evrópumótum í Keltneskum fangbrögðum. Um miðjan mars varði Ásmundur svo Grettisbeltið í þriðja sinn.

Keppendur frá Val gerðu það einnig gott á evrópumótinu í Keltneskum fangbrögðum sem haldið var á Englandi í byrjun apríl. Kristín Embla Guðjónsdótti vann til verðlauna á mótinu en hún endaði í 2. sæti í Gouren og 3. sæti í Backhold. Marta Lovísa Kjartansdóttir keppti einnig á mótinu og stóð sig vel og náði 4. sæti bæði í Gouren og Backhold.