mobile navigation trigger mobile search trigger
06.12.2017

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík

Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð og á Breiðdalsvík, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík

Samvinnan eins og hún er í dag hefur staðið frá árinu 2009 og felst aðstoð sjóðsins í úttektarkorti í matvöruverslunum á svæðinu.

Vilji einstaklingar eða fyrirtæki leggja hönd á plóg er hægt að leggja inn á söfnunarreikning jólasjóðsins 0569-14-400458-5201694079.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Inga Björnsdóttir í síma 470-9000 
eða í gegnum netfangið sigridur.inga@fjardabyggd.is