mobile navigation trigger mobile search trigger
17.05.2021

Laus er staða forstöðumanns við Vinasel Nesskóla

Laus er staða forstöðumanns við Vinasel Nesskóla

Laus er til umsóknar 60 % staða forstöðumanns við Vinasel Nesskóla. Á Vinaseli eru rúmlega 60 börn og 6 – 7 starfsmenn.    

Leitað er að uppeldislærðum starfsmanni, sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks.

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón með skipulagningu hópastarfs og daglegu starfi frístundar.
  • Ábyrgð á faglegu starfi og samskiptum við foreldra, íþróttafélög vegna íþróttaæfinga og innkaupum fyrir frístund.
  • Umsjón með gerð starfsáætlunar.
  • Umsjón með starfsmannahaldi frístundar og daglegan rekstur.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Uppeldismenntun æskileg
  • Reynsla og hæfni til að vinna með börnum
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Skipulagshæfileikar
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi

Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021.

Umsóknarfrestur er til 28. maí 2021.

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.nesskoli.is  Nánari upplýsingar um starfið veitir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í síma 4771124 / 8461374 eða á eysteinn@skolar.fjardabyggd.is 

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér