mobile navigation trigger mobile search trigger
21.06.2019

Leikskólakennari á Breiðdalsvík

 Leikskólinn á Breiðdalsvík auglýsir eftir leikskólakennara í 50% starf, mánudaga – miðvikudaga.

Leikskólinn er fyrir börn frá eins árs aldri, lítill einnar deildar leikskóli í fallegu umhverfi sem gefur kost á fjölbreyttri útivist. Leikskólinn vinnur eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun æskileg
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði og fagleg vinnubrögð
  • Hæfni og áhugi á að vinna með börnun
  • Ábyrgð og stundvísi

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. 

Starfslýsing leikskólakennara

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Sif Hauksdóttir skólastjóri sifh@skolar.fjardabyggd.is; s: 862 4368

Staðan er laus frá 1. ágúst 2019 -  Umsóknarfrestur er til 30. júní.

 

Ef ekki fást einstaklingar með viðkomandi menntun, kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is