mobile navigation trigger mobile search trigger
22.06.2021

Náms- og starfsráðgjafi við Nesskóla

Nesskóli auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa í 60% starfshlutfalli. Möguleiki er á auknu hlutfalli með kennslu í starfsráðgjöf á unglingastigi.

Nesskóli er heildstæður grunnskóli með um 220 nemendur og 50 starfsmenn. Unnið er samkvæmt uppbyggingarstefnunni. Í skólanum ríkir jákvæður skólabragur sem einkennist af virðingu, samkennd, samvinnu, gleði og ábyrgð.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna með nemendum, foreldrum, starfsmönnum skólans og öðru fagfólki að því er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.

Að vinna að forvörnum í samvinnu við aðra starfsmenn skólans.

Að leiðbeina nemendum í samskiptum.

Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í náms- og starfsráðgjöf og hafa leyfi til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi.

Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi.

Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.

Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

Vilji til að vinna með öðrum.

Góð íslenskukunnátta.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í síma 846 1374 og eysteinn@skolar.fjardabyggd.is

Starfslýsing.

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar.