mobile navigation trigger mobile search trigger
30.04.2021

Rannsókn á myglu í Breiðablik

Undanfarnar vikur hefur verkfræðistofan EFLA unnið að mælingum í húsnæði Breiðabliks í Neskaupstað vegna grunns um myglu. Niðurstöður mælinganna liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að mygla hefur fundist í einhverjum rýmum í húsinu.

Rannsókn á myglu í Breiðablik

Nú þegar hefur verið hafin undirbúningur að því að hefja lagfæringar á þeim rýmum sem nú þegar er ljóst að mygla hefur fundist, en þar er um að ræða föndurherbergi og eina íbúð. Um leið og endanleg niðurstaða mælingan liggur fyrir verður hafist handa við undirbúning á þeim aðgerðum sem þarf fara í til að koma í veg fyrir mygluna.

Í dag hafa starfsmenn Fjarðabyggðar fundað með íbúum í Breiðablik og farið yfir stöðu mála. Endanleg niðurstaða mælingana mun liggja endanlega fyrir eftir helgina, og mun þá verða kynnt nánar.