mobile navigation trigger mobile search trigger
05.07.2019

Styrkur til hreinsunar strandlengjunar

Fimmtudaginn 27. júní veitti bæjarstjóri Fjarðabyggðar móttöku styrks að fjárhæð um 3,7 miljónir króna (30 þ. dollara) úr Samfélagssjóði Alcoa - Alcoa Foundation. Peningunum verður varið í að greiða félagasamtökum sem bera uppi verkefnið „Hreinsun strandlengju Fjarðabyggðar". 

Styrkur til hreinsunar  strandlengjunar
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karl Óttar Pétursson tók við styrknum frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur yfirmanni samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli á Borgarsandi á Hólmanesi. Í baksýn má sjá gesti Gönguviku Fjarðabyggðar auk starfsmanna Fjarðaáls og annarra sjálfboðaliða.

Félagasamtökin sem eru styrkt hafa að eigin frumkvæði unnið að útfærslu og framkvæmd hreinsun strandlengju sveitarfélagsins. Aðkoma sveitarfélagsins var að sækja um styrk til Alcoa Foundation og mun greiða hann út til félagasamtakanna sem unnið hafa að þessu verkefni, hreinsun strandlengjunnar. Fjarðabyggð hafði samband við þau félagasamtök sem sinnt höfðu hreinsunarverkefnum og með styrkfjárhæðinni geti þau greitt útlagðan kostnað vegna hreinsunarvinnunnar s.s. ferða- og flutningskostnað, verkfæri, mat og fleira.

Styrkurinn var afhentur þegar starfsfólk Fjarðaáls og Björgunarsveitin Ársól ásamt umhverfisstjóra Fjarðabyggðar hreinsuðu fjöruna frá álverslóðinni út með Hólmum og út í Hólmanes. Þar var slegið upp kvöldvöku ásamt gestum Gönguviku Fjarðabyggðar á Borgarsandi og öllum boðið upp á grillaðar veitingar auk þess sem kveikt var í bálkesti og sungið og trallað.

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karl Óttar Pétursson tók við styrknum frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur yfirmanni samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli á Borgarsandi á Hólmanesi. Í baksýn á myndinni má sjá gesti Gönguviku Fjarðabyggðar auk starfsmanna Fjarðaáls sem var búið að týna rusl úr fjörunni inn að álveri.