mobile navigation trigger mobile search trigger
14.06.2019

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð - Hátíðahöld vegna 17. júní í Neskaupstað

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við Þrótt Neskaupstað. Glæsileg dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð - Hátíðahöld vegna 17. júní í Neskaupstað

Klukkan 13:30 leggur Skrúðganga  af stað frá bílaplaninu við VA. Gengið verður sem leið liggur á íþróttavöllinn í Neskaupstað þar sem hátíðardagskrá hefst.

Þar verður meðal annars boðið upp á:

  • Ávarp bæjarstjóra
  • Ávarp fjallkonunnar
  • Tónlistaratriði
  • Hoppukastalar
  • Sprell, fjör og leikir
  • Þrautabraut
  • Veitingar

Nánari upplýsingar má einnig finna á Facebook viðburði sem finna má með því að smella hér

Einnig verður frítt í sund í Stefánslaug í Neskaupstað þennan dag

Eins og venjulega verður boðið verður upp á fríar sætaferðir úr öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar á hátíðahöldin.

Frá Breiðdalsvík að hátíðarsvæðinu í Neskaupstað

Hótel Bláfell  - Breiðdalsvík - 11:15

Brekkan - Stöðvarfirði - 11:38

Skrúður – Fáskrúðsfirði - 12:00

Kirkjugarðurinn Fáskrúðsfirði - 12:03

Orkuskálinn Reyðarfirði - 12:25

Molinn – Reyðarfirði - 12:30     

Austurvegur/Barkurinn Reyðarfirði - 12:33

Valhöll – Eskifirði - 12:50

Shell – Eskifirði - 12:53

Sundlaug Eskifjarðar - 12:56

Neskaupstaður – VA - 13:25

Brottfaratími frá hátíðarsvæðinu í Neskaupstað er kl. 16:20. Ekið er sömu leið til baka með viðkomu á sömu stoppistöðvum.

Nánari upplýsingar um þær verður hægt að nálgast inn á www.fjardabyggd.is og visitfjardabyggd.is